Ekkert innanlandsflug

Flugvöllurinn á Egilsstöðum.
Flugvöllurinn á Egilsstöðum. mbl.is/GSH

Allt inn­an­lands­flug mun liggja niðri að minnsta kosti til klukk­an hálf eitt í dag, en þá verður staðan end­ur­met­in. Ekki er ljóst eins og er hvort flogið verði inn­an­lands síðar í dag. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Ak­ur­eyr­arflug­velli er gert ráð fyr­ir að vél Icelanda­ir fljúgi þaðan til Glasgow um há­deg­is­bilið. Milli­landa­flugi var í gær­dag beint í gegn­um Ak­ur­eyr­arflug­völl, en vegna breyt­inga á ösku­dreif­ingu hef­ur völl­ur­inn verið lokaður síðan seint í gær­kvöldi.

Síðan þá hef­ur milli­landa­flug farið í gegn Eg­ilsstaðaflug­völl. Þar geta vél­ar enn lent bæði í blind­flugi og sjón­flugi. Næsta vél í milli­landa­flugi fer frá vell­in­um klukk­an tíu.

Að sögn starfs­manns Ak­ur­eyr­arflug­vall­ar eru menn ekk­ert sér­stak­lega bjart­sýn­ir á að hægt verði að fljúga í inn­an­lands­flugi í dag, miðað við hvernig spá­ir um þess­ar mund­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert