Flugvél farin til Glasgow

Flugvél Icelandair er farin frá Akureyri.
Flugvél Icelandair er farin frá Akureyri. mynd/Gnúpur

Flugvél Icelandair fór fá Akureyrarflugvelli áleiðis til Glasgow á Skotlandi laust eftir klukkan 14. Fragtflug frá Icelandair fór um háltíma síðar frá vellinum. Um 150 manns fóru með flugvélinni en margir þeirra eru á leið til Bandaríkjanna. 

Ferðalagið til Bandaríkjanna frá Íslandi er nokkuð langt um þessar mundir. Farþegarnir lögðu af stað með rútu frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík klukkan 5 í morgun og voru komnir til Akureyrar fyrir hádegið. Óvissa ríkti um hvort hægt yrði að fljúga þaðan en á laust eftir hádegið var tekin ákvörðun um flug. 

Farþegarnir fljúga nú til Glasgow og þaðan fljúga þeir til áfangastaða Icelandair í Bandaríkjununum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert