Framsókn setur sér siðareglur

Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram í dag.
Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Drög að siðareglum voru kynnt á vorfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins í dag. Þau eru afrakstur vinnu siðanefndar sem skipuð var á flokksþingi í janúasr 2009.

„Reglurnar skulu tjá gildi og meginreglur í störfum í nafni
Framsóknarflokksins,“ segir í fréttatilkynningu. „Um þær gildir það sama og um aðra slíkar reglur; þær eru viðbót við formlegar kröfur til stjórnamálaflokka almennt.

Haft skal að leiðarljósi að endurspegla þá hugmynd að hægt sé að gera ýtrustu kröfur til flokksmanna um heilindi, óhlutdrægni, ábyrgð og þjónustu. Við vinnu að þessu drögum var farinn sá millivegur að settar eru fram almennar kröfur um framkomu og vinnubrögð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert