Framsókn setur sér siðareglur

Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram í dag.
Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Drög að siðaregl­um voru kynnt á vor­fundi miðstjórn­ar Fram­sókn­ar­flokks­ins í dag. Þau eru afrakst­ur vinnu siðanefnd­ar sem skipuð var á flokksþingi í janú­asr 2009.

„Regl­urn­ar skulu tjá gildi og meg­in­regl­ur í störf­um í nafni
Fram­sókn­ar­flokks­ins,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu. „Um þær gild­ir það sama og um aðra slík­ar regl­ur; þær eru viðbót við form­leg­ar kröf­ur til stjórna­mála­flokka al­mennt.

Haft skal að leiðarljósi að end­ur­spegla þá hug­mynd að hægt sé að gera ýtr­ustu kröf­ur til flokks­manna um heil­indi, óhlut­drægni, ábyrgð og þjón­ustu. Við vinnu að þessu drög­um var far­inn sá milli­veg­ur að sett­ar eru fram al­menn­ar kröf­ur um fram­komu og vinnu­brögð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert