Framsóknarflokkur biðst afsökunar

Frá miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag.
Frá miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í ræðu á miðstjórn­ar­fundi í dag, að flokk­ur­inn bæði marg­falt af­sök­un­ar á and­vara­leysi og mis­tök­um sem gerð voru í aðdrag­anda banka­hruns­ins. Þetta kom fram í frétt­um Rík­is­út­varps­ins.

Að sögn RÚV sagði Sig­mund­ur Davíð, að Fram­sókn­ar­flokk­inn hafði fyrst­ur flokka viður­kennt mis­tök, hann hafi fyrst­ur flokka ráðist í end­ur­nýj­un og end­ur­skoðun inn­ávið en ný flokks­for­ysta var kos­in á flokksþingi fyr­ir fimmtán mánuðum.

Þá sagði hann mikið upp­lausn­ar­ástand í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Leynd­ar­hyggj­an hefði náð nýj­um hæðum hjá nú­ver­andi rík­is­stjórn sem hefði ekk­ert sam­ráð, rík­is­stjórn sem ræddi bara fortíðina en ekki framtíðina. Sig­mund­ur Davíð sagði einka­væðingu bank­anna eina ekki skýra hrunið en skort­ur á gagn­rýnni hugs­un væri meg­in­ors­kök hruns­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka