Geta flogið frá Akureyri

mynd/Gnúpur

Búið er að opna aftur fyrir millilandaflug um Akureyrarflugvöll og fer vél Icelandair til Glasgow í loftið upp úr klukkan 13. Um 150 farþegar eiga bókað flug með vélinni, en Akureyrarflugvöllur hefur verið lokaður fyrir millilandaflugi síðan í gærkvöldi.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir Akureyrarflugvöll þó enn vera innan þess svæðis sem ekki er gefin blindflugsheimild fyrir.

Hins vegar er hægt og leyfilegt að flúga út fyrir svæðið í sjónflugi.

Þrjár stórar flugvélar eru nú á Akureyrarflugvelli, tvær farþegavélar og ein fragtvél.

Flugvél hóf sig til flugs í morgun áleiðis til Grænlands. …
Flugvél hóf sig til flugs í morgun áleiðis til Grænlands. Á vellinum standa farþegaflugvélar og fragtflugvélar. mbl.is/Þorgeir Baldursson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert