Gjörbreyting við Gígjökul

Gríðarlegar breytingar hafa orðið framan við Gígjökul eftir jökulhlaupin úr …
Gríðarlegar breytingar hafa orðið framan við Gígjökul eftir jökulhlaupin úr Eyjafjallaljökli. Ivar Örn Benediktsson

Gríðarleg­ar breyt­ing­ar urðu fram­an við Gíg­jök­ul eft­ir jök­ul­hlaup­in sem komu frá eld­gos­inu í Eyja­fjalla­jökli. Lónið fram­an við Gíg­jök­ul er nú horfið. Mjög gróf­lega er áætlað að í lón­stæðinu einu og sér séu um tíu millj­ón­ir rúm­metra af efni sem kom með hlaup­un­um úr gígn­um.

Ívar Örn Bene­dikts­son, jarðfræðing­ur, var í hópi vís­inda­manna  sem könnuðu áhrif jök­ul­hlaupa við Gíg­jök­ul á mánu­dag­inn var. Ívar sagði að áætluð tala um magn gos­efna sem sitja eft­ir í lón­stæðinu sé mjög gróf­lega áætluð en ljóst sé að magn sets sem barst þarna niður sé gríðar­mikið.

Allt að tíu metra þykk set­lög

Allt að tiu metra þykk set­lög á 100-200 metra breiðu belti eru nú kom­in ofan á jök­u­laur­ana sem voru fyr­ir fram­an Gíg­jök­ul. Ívar sagði eft­ir að áætla hve mikið af seti liggi á Markarfljótsaur­um. Fín­asta efnið barst með hlaup­vatn­inu út í sjó. Á gervi­hnatta­mynd­um sást hvernig set litaði hafið út fyr­ir Vest­manna­eyj­ar.

Ívar sagði að af jök­ul­seti að vera þá sé efnið úr Eyja­fjalla­jökli yf­ir­leitt frem­ur fín­kornótt. Það sé nán­ast allt komið úr gígn­um fyr­ir ofan og sé að mestu leyti gjóska. Setið er blandað berg­brot­um sem brotnað hafa úr und­ir­lagi jök­uls­ins. Stór björg sem rofnað hafa úr mó­bergsklett­um vest­an við jök­ultung­una eru nú graf­in í set fram­an við jök­ul­inn.

At­hug­an­ir vís­inda­mann­anna sýndu að fyrstu tvö jök­ul­hlaup­in fylltu lónið fram­an við Gíg­jök­ul og báru með sér mikið set. Hæðarmæl­ing­ar sýna að efstu flóðmörk eru 13 metr­um ofan við nú­ver­andi far­veg ár­inn­ar fremst í lón­stæðinu. Hæðarmun­ur á yf­ir­borði gamla lóns­ins og á nú­ver­andi far­vegi er allt að átta metr­ar. Yf­ir­borð lóns­ins hækkaði um fimm metra  þegar hlaup­vatnið var á leið út í gegn­um það.

Vara­samt yf­ir­ferðar næstu árin

Þykkt krapa­blandað set er nú við jök­ul­sporðinn. Talið er að það muni lækka þegar krap­inn bráðnar. Ívar taldi ekki ólík­legt að fok úr set­inu muni aukast þegar krap­inn bráðnar og vatnið í þvi guf­ar upp. 

Vís­inda­menn­irn­ir vara við því að svæðið fram­an við Gíg­jök­ul geti orðið mjög vara­samt yf­ir­ferðar á næstu árum, á hvaða árs­tíma sem er, vegna vatns og sand­bleytu. Þá er fólki bent á að hætta á flóðum verði til staðar á meðan gýs í Eyja­fjalla­jökli.

Á gervihnattamynd NASA frá 21. apríl ssésg hvernig set úr …
Á gervi­hnatta­mynd NASA frá 21. apríl ssésg hvernig set úr jök­ul­hlaup­un­um litar sjó­inn við Suður­strönd­ina og út fyr­ir Vest­manna­eyj­ar. eart­h­observatory.nasa.gov
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert