Meira en 400 manns úr 48 sveitum

Liðsmenn björgunarsveita hvaðanæva að af landinu hafa lagt lið vegna …
Liðsmenn björgunarsveita hvaðanæva að af landinu hafa lagt lið vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ómar Óskarsson

Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar sinna í dag ýms­um störf­um á svæðinu í kring­um Eyja­fjalla­jök­ul. Þær manna m.a. lok­un­ar­pósta við gömlu Markarfljóts­brúna og innst í Fljóts­hlíð. Meira en 400 manns úr 48 björg­un­ar­sveit­um hafa teki þátt í aðgerðum síðan gos hófst í Eyja­fjalla­jökli.

Einnig aðstoðar björg­un­ar­sveita­fólk bænd­ur und­ir Eyja­fjöll­um við til­fallandi verk­efni, svo sem hreins­un, land­búnaðar­störf og dreif­ingu á ryk­grím­um í Land­eyj­um. Þá taka meðlim­ir sveit­anna þátt í að manna vett­vangs­stjórn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert