Meira en 400 manns úr 48 sveitum

Liðsmenn björgunarsveita hvaðanæva að af landinu hafa lagt lið vegna …
Liðsmenn björgunarsveita hvaðanæva að af landinu hafa lagt lið vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ómar Óskarsson

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinna í dag ýmsum störfum á svæðinu í kringum Eyjafjallajökul. Þær manna m.a. lokunarpósta við gömlu Markarfljótsbrúna og innst í Fljótshlíð. Meira en 400 manns úr 48 björgunarsveitum hafa teki þátt í aðgerðum síðan gos hófst í Eyjafjallajökli.

Einnig aðstoðar björgunarsveitafólk bændur undir Eyjafjöllum við tilfallandi verkefni, svo sem hreinsun, landbúnaðarstörf og dreifingu á rykgrímum í Landeyjum. Þá taka meðlimir sveitanna þátt í að manna vettvangsstjórn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert