Sinueldar í Borgarfirði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Júlíus

Slökkviliðsmenn víðsveg­ar úr Borg­ar­f­irði luku nú á ell­efta tím­an­um í kvöld að slökkva sinu­eld sem logað hef­ur frá því síðdeg­is í dag milli bæj­anna Lind­ar­hvols og Hall­ar í Þver­ár­hlíð og Hjarðar­holts í Staf­holtstung­um.

Fram kem­ur á vef Skessu­horns, að um tíma var ótt­ast að við eld­inn yrði ekki ráðið og hann næði að bæj­ar­hús­um og jafn­vel vest­ur fyr­ir holt­in og í Varma­land. Allt til­tækt lið slökkviliðsmanna ásamt bænd­um tókst með sam­stilltu átaki að ein­angra eld­inn og slökkva, að sögn Bjarna Kr. Þor­steins­son­ar, slökkviliðsstjóra.

Skessu­horn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert