Tillögur Alþjóðahvalveiðiráðsins út í hött

Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.

Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, segir að málamiðlunartillögur Alþjóðahvalveiðiráðsins komi ekki á óvart. „Þetta er kjaftshögg, það er ekki að spyrja að því, en þessar tillögur skipta bara engu máli,“ segir hann og bætir við að þær verði aldrei samþykktar á ársfundi ráðsins.

Samkvæmt málamiðlunartillögum Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem kynntar voru í fyrrakvöld, er meðal annars lagt til að vísindahvalveiðar Japana dragist saman um 75% á næstu fimm árum og að Íslendingar og Norðmenn fái að halda áfram atvinnuveiðum í að minnsta kosti áratug. Gert er ráð fyrir að Íslendingar megi veiða 80 langreyðar og 80 hrefnur árlega fram til ársins 2010.

Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, hefur áréttað í samtali við Morgunblaðið að í allan vetur hafi verið unnið að því að ná samkomulagi sem fæli í sér aukna verndun hvala og bætta stjórnun hvalveiða.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill ekki tjá sig um tillögurnar, sem voru kynntar í fyrrakvöld, fyrr en eftir helgi, en málið er til skoðunar í ráðuneytinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert