Aðgátar þörf á öskuslóðum

Askan verður hál þegar rignir í hana.
Askan verður hál þegar rignir í hana. mbl.is

Suðurlandsvegur er opinn almennri umferð en vegfarendur eru engu að síður beðnir að sýna fyllstu aðgát, bæði vegna ösku og vegna þess að aðeins er um bráðabirgðaviðgerð á veginum að ræða. Ef blaut aska er á vegi getur orðið mjög hált.

Vegir eru greiðfærir um allt land fyrir utan hálkubletti á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði, Vopnafjarðarheiði og Öxi.

Þungatakmarkanir eru á nokkrum stöðum og eru flutningsaðilar beðnir að kynna sér þær.

Akstur á hálendisvegum
Vegna aurbleytu og hættu á utanvegaakstri hefur flestum hálendisvegum verið lokað og er allur akstur um þá  bannaður.

Nánari upplýsingar er að fá á vef Vegagerðarinnar og í síma 1777.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert