Einn kom með veghefil

Árni Johnsen og Pétur Óli Pétursson við veghefilinn.
Árni Johnsen og Pétur Óli Pétursson við veghefilinn. Heiða Björg Scheving

„Það er alls staðar verið að vinna og hreinsa,“ sagði Árni Johnsen, alþing­ismaður, sem hef­ur verið und­an­farna daga und­ir Eyja­fjöll­um. Eyja­menn ætla að bjóða kon­um und­an Fjöll­un­um í dags­ferð til Vest­manna­eyja í næstu viku og stefna svo að gos­loka­hátíð að loknu eld­gos­inu, enda komn­ir í æf­ingu.

Árni sagði að fjöldi sjálf­boðaliða leggi nú hönd á plóg­inn á gossvæðinu auk slökkviliðsmanna á dælu­bíl­um og mjókur­bíl­stjóra á mjólk­ur­bíl­um sem flytja vatn til dælu­bíl­anna.  Hóp­ar komu nú um helg­ina til aðstoðar og eru sjálf­boðaliðarn­ir fleiri í dag en í gær, að sögn Árna. 

„Þeir eru að liðka til við hreins­un­ina og bú­störf­in. Svo eru hér gal­vask­ir menn eins og Pét­ur Óli Pét­urs­son, sem hef­ur verið hér í þrjá sól­ar­hringa. Sum­ir koma með skóflu en Pét­ur Óli kom með veg­hef­il!“

Árni hef­ur fylgt Pétri Óla um sveit­irn­ar og sagði að hann sé bú­inn að hreinsa stór bæj­ar­hlöð t.d. á Stein­um, í Drangs­hlíð og á Hvassa­felli með hefl­in­um. Í gær og í dag hef­ur hann verið að vinna í Önund­ar­horni þar sem mik­il aska lagðist yfir.

„Þar hef­ur hann rutt aur af tún­um til að létta á þeim. Það skipt­ir miklu áður en tún­in eru plægð að fjar­lægja aur­inn. Þetta er búið að prófa á tveim­ur stöðum og hef­ur tek­ist vel. 

Svo hef­ur hann heflað hlöðin á Önund­ar­horni og vinnu­veg sem teng­ir öll tún. Nú er hann að vinna í leggn­um að þjóðveg­in­um sem er tæp­ir tveir kíló­metr­ar,“ sagði Árni.

Árni sagði að þegar hugað verði að bót­um fyr­ir það tjón sem Ey­fell­ing­ar hafa orðið fyr­ir þurfi að setja nýtt yf­ir­lag, muln­ing, á all­ar heim­reiðar að sveita­bæj­um. Þegar gósk­an sé fjar­lægð fari möl­in með og hart und­ir­lagið sé eitt eft­ir.

Mik­il samstaða hjá fólk­inu

„Mér finnst ríkj­andi hér stóísk ró og bar­áttugleði,“ sagði Árni. „Auðvitað er beyg­ur í sum­um en hann er að fjara út. Það er mik­il samstaða í fólk­inu. Marg­ir fara í mat í Heimalandi á hverj­um degi og menn stappa stál­inu hver í ann­an.“

Árni kvaðst hafa haft sam­band við bæði kven­fé­lög­in und­ir Eyja­fjöll­um, Eygló og Fjall­kon­una, því til stend­ur að bjóða öll­um kon­um und­ir Fjöll­un­um í dags­ferð til Vest­manna­eyja, von­andi í næstu viku.  „Það er von­andi að sem flest­ar komi, þetta er allt í góðum gír,“ sagði Árni.

„Við höf­um hótað því Eyja­menn, þegar gosið er búið, að halda hér snögg­soðna gos­loka­hátíð. Fá nokkra tanka af öli og hljóðfær­um að Skóg­um. Við erum van­ir,“ sagði Árni full­ur af eld­móði.

Bændur undir Eyjafjöllum eru byrjaðir að plægja tún og akra
Bænd­ur und­ir Eyja­fjöll­um eru byrjaðir að plægja tún og akra mbl.is/Þ​or­geir Sig­urðsson
Árni Johnsen, alþingismaður.
Árni Johnsen, alþing­ismaður. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert