Eldgosið áfram á sama róli

Aðeins virðist hafa dregið úr vantnsrennsli við Gígjökul. Vatnshæð við …
Aðeins virðist hafa dregið úr vantnsrennsli við Gígjökul. Vatnshæð við Markarfljótsbrú er einnig aðeins minni en í gær. www.vodafone.is/eldgos

Lít­il breyt­ing hef­ur orðið á eld­gos­inu í Eyja­fjalla­jökli í nótt, sam­kvæmt mæl­um Veður­stof­unn­ar, að sögn Hjör­leifs Svein­björns­son­ar jarðfræðings. Gosórói og GPS-mæl­ing­ar sýna mjög svipaða niður­stöðu og í gær. Vatns­hæð við gömlu Markarfljóts­brúna er ívið lægri en í gær.

Hjör­leif­ur sagði að af vef­mynda­vél Voda­fo­ne, sem beint er að Gíg­jökli, megi einnig sjá aðeins minna rennsli en var í gær.  Það komi heim og sam­an við mæl­ing­una við gömlu Markarfljóts­brú.

„Óró­inn er mjög svipaður, hann er nán­ast óbreytt­ur síðasta sól­ar­hring­inn,“ sagði Hjör­leif­ur. Í gær sáu jarðvís­inda­menn að hraun var farið að renna und­ir jök­ul­inn. Það kann að hafa brætt meiri ís í fyrstu en síðan hlaðist frek­ar upp.

GPS mæl­ar höfðu sýnt tals­verða hreyf­ingu í jarðskorp­unni kring­um Eyja­fjalla­jök­ul vegna þenslu fyr­ir eld­gosið. Eft­ir að gosið hófst gekk þensl­an nokkuð hratt til baka. Nú hef­ur hægt mjög á breyt­ing­um á GPS mæl­um og eru breyt­ing­arn­ar mjög litl­ar nú.

Mikl­ar drun­ur hafa heyrst frá gosstöðinni í gær­kvöldi og morg­un. Fram kem­ur á vefn­um sunn­lenska.is, að drun­urn­ar heyr­ist vel á Hvols­velli og víðar í Rangárþingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert