Fagna rigningu undir Eyjafjöllum

Eyjafjallajökull sýnir öskugráa hlið.
Eyjafjallajökull sýnir öskugráa hlið. mbl.is/Steinunn Ósk

Mik­il rign­ing er und­ir Eyja­fjöll­um sem skol­ar ösku og öðru gos­efni af tún­um bænda. „Það er míg­andi rign­ing hérna sem er mjög kær­komið,“ seg­ir Ólaf­ur Tóm­as­son, bóndi í Skarðshlíð. „Það er reynd­ar ágætis­veður hérna - ekk­ert rok - en rign­ir vel. Sem er ágætt í alla staði.“

Stein­unn Ósk Kol­beins­dótt­ir, frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins á Hvols­velli, seg­ir að grænt gras sé farið að gægj­ast upp úr ösk­unni víða á tún­um þar sem mesta ösku­fallið varð.

Ólaf­ur var ásamt björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um að þrífa ösku af hús­um sín­um þegar mbl.is náði tali af hon­um. Þótt þrif­in hafa staðið yfir frá því í byrj­un vik­unn­ar er þeim ekki lokið. „Þetta er óskap­lega vinna, al­veg svaka­leg,“ seg­ir Ólaf­ur. Hann hef­ur þó ekki farið með veg­hef­il yfir tún­in, eins og sum­ir bænd­ur und­ir Eyja­fjöll­um.

Gang­ur­inn í gosiðnu verið stöðugur

Veður­stof­an flaug ekki yfir gossvæðið í dag, eins og gert hef­ur verið und­an­farna daga, þar sem skyggni er slæmt. Starfs­menn stof­unn­ar fylgj­ast þó vel með gos­inu á mæl­um, og segja gang­inn í því hafa verið nokkuð stöðugan.

Björgunarsveitarmenn skola ösku af fjósþakinu í Skarðshlíð fyrr í vikunni.
Björg­un­ar­sveit­ar­menn skola ösku af fjósþak­inu í Skarðshlíð fyrr í vik­unni. mbl.is/​Jón­as Er­lends­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert