Öskuský enn yfir flugvöllum

Gjóskudreifingarspá klukkan 12 í dag.
Gjóskudreifingarspá klukkan 12 í dag.

Öskuský er enn yfir íslensku millilandaflugvöllunum samkvæmt gjóskudreifingarspá frá bresku veðurstofunni. Samkvæmt korti fyrir klukkan 6  í morgun eru Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur enn á svörtu svæði þar sem  engin blindflugsheimild er gefin. Tvær flugvélar lentu á Akureyrarflugvelli undir miðnættið í gærkvöldi.

Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur  eru á rauðu svæði þar sem veittar eru heimildir á ábyrgð flugrekenda sem þurfa á sama tíma að uppfylla stífari skilyrði varðandi viðhald og eftirlit á flugvélum. Samkvæmt spá gæti Egilsstaðaflugvöllur lent á svörtu svæði þegar líður á daginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert