Brýnt að leysa vanda stofnfjáreigenda

Fallnir sparisjóðir. Stofnfé þeirra þurrkaðist út.
Fallnir sparisjóðir. Stofnfé þeirra þurrkaðist út.

Gylfi Magnús­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, sagði á Alþingi í dag að brýnt væri að reyna að leysa vanda þeirra fjöl­mörgu, sem á ár­un­um 2007 og 2008 keyptu stofn­fé í spari­sjóðum þegar spari­sjóðirn­ir gáfu út nýtt stofn­fé til und­ir­bún­ings hluta­fé­laga­væðingu. 

Gylfi flutti í dag á Alþingi munn­lega skýrslu um fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu spari­sjóðakerf­is­ins. Sagði hann m.a., að fjöldi manna hefði keypt þetta nýja stofn­fé og marg­ir tekið veru­leg lán til kaup­anna. Stofn­fé þessa fólks hefði nú gufað upp að mestu eða öllu leyti. Vandi þessa fólks sé til­finn­an­leg­ur og sam­bæri­leg­ur vanda þeirra, sem keyptu hluta­fé í bönk­un­um og öðrum skráðum fé­lög­um  og sem nú væri verðlaust.

Sagði Gylfi, að á annað þúsund millj­arða hefði tap­ast þegar bank­arn­ir féllu haustið 2008 en þær fjár­fest­ing­ar hefðu að miklu leyti verið fjár­magnaðar með lán­um. 

„Vita­skuld er ekki hægt að gera upp á milli þeirra sem lenda í vanda vegna fjár­fest­inga sem þess­ar­ara en það er brýnt að unnið sé úr þess­ari stöðu sem fyrst, einkum með samn­ing­um lán­ar­drottna og lánþega sem gera hinum  fjöl­mörgu fjöl­skyld­um kleift, að ná aft­ur tök­um á fjár­mál­um sín­um," sagði Gylfi. 

Hann sagði, að þótt hið end­ur­reista spari­sjóðakerfi verði mun minna en það sem hrundi mun það gegna mik­il­vægu hlut­verki í ís­lenska hag­kerf­inu og tryggja aðgang fólks að eðli­legri fjár­málaþjón­ustu utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert