Drakk stíflueyði í verslun

Maðurinn drakk stíflueyði í Húsasmiðjunni við Skútuvog.
Maðurinn drakk stíflueyði í Húsasmiðjunni við Skútuvog. Árni Sæberg

Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu voru um hálf níu leytið í kvöld kölluð að Húsasmiðjunni við Skútuvog þar sem karlmaður hafði fengið sér sopa af stíflueyði sem var til sölu í búðinni. Maðurinn varð mjög veikur af og tók starfsfólk og viðskiptavinir strax eftir því að hann væri í annarlegu ástandi, og gerði lögreglu viðvart.

Maðurinn var að sögn slökkviliðsmanns á vakt með meðvitund en mjög rólegur þegar komið var að honum. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans. Stíflueyðir getur verið baneitraður, benti slökkviliðsmaðurinn á, og mjög hættulegt að drekka hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert