Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar

Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð

Nauðung­ar­upp­boðum verður ekki frestað leng­ur en til loka októ­ber nk. Þetta kem­ur fram í vilja­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, staðfesti á Alþingi í dag. Hann sagði þá staðreynd hafa legið lengi fyr­ir og kæmi fram í frum­varpi um frest­un­ina.

Sig­urður Kári Kristjáns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, spurði fjár­málaráðherra út í málið og hvort von væri á holskefl­um nauðung­ar­sala í októ­ber og heim­iliseig­end­ur sett­ir út á guð og gadd­inn.

Stein­grím­ur benti á að tví­veg­is hefði frest­un nauðung­ar­upp­boða verið fram­lengd, og í nú­ver­andi frum­varpi sé kveðið á um að fryst­ing­unni verði aflétt í áföng­um á þessu ári. Sé þetta eðli­legt enda eng­um dottið til hug­ar að ekki verði hægt að fulln­usta mál eins og lög og regl­ur kveða á um.  Auk þess sagði Stein­grím­ur að frest­ur­inn hafi verið nauðsyn­leg­ur fyr­ir fólk að vinna í sín­um mál­um. Hann hafi gagn­ast mörg­um en ljóst að fyr­ir­komu­lagið yrði ekki til langr­ar framtíðar. Einnig hafi rétt­indi skuld­ara verið stór­auk­in á þessu tíma­bili.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert