Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar

Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð

Nauðungaruppboðum verður ekki frestað lengur en til loka október nk. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, staðfesti á Alþingi í dag. Hann sagði þá staðreynd hafa legið lengi fyrir og kæmi fram í frumvarpi um frestunina.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði fjármálaráðherra út í málið og hvort von væri á holskeflum nauðungarsala í október og heimiliseigendur settir út á guð og gaddinn.

Steingrímur benti á að tvívegis hefði frestun nauðungaruppboða verið framlengd, og í núverandi frumvarpi sé kveðið á um að frystingunni verði aflétt í áföngum á þessu ári. Sé þetta eðlilegt enda engum dottið til hugar að ekki verði hægt að fullnusta mál eins og lög og reglur kveða á um.  Auk þess sagði Steingrímur að fresturinn hafi verið nauðsynlegur fyrir fólk að vinna í sínum málum. Hann hafi gagnast mörgum en ljóst að fyrirkomulagið yrði ekki til langrar framtíðar. Einnig hafi réttindi skuldara verið stóraukin á þessu tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert