Stefnir í 100 milljarða kr. halla

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Alþingi.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Tals­vert þarf að koma til svo hægt sé að koma á jöfnuði í af­komu rík­is­sjóð. Eins og staðan er í dag stefn­ir í 100 millj­arða króna halla á ár­inu. Þetta kom fram í máli Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fjár­málaráðherra, á Alþingi í dag.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, spurði fjár­málaráðherra út í fjár­lagagatið svo­nefnda og hvaða leiðir rík­is­stjórn­in sér til að loka því.

Stein­grím­ur sagði heil­mikið þurfa að koma til þannig að heild­ar­jöfnuður ná­ist á ár­inu 2013 eins og gert ráð fyr­ir í áætl­un­um. Hann seg­ir beinu skatt­ana hafa gefið held­ur eft­ir en veltu­skatta á áætl­un. Horf­urn­ar séu að mörgu leyti já­kvæðar þó svo dökknað hafi yfir hjá ferðaþjón­ust­unni, og um­svif í hag­kerf­inu séu ívið meiri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir.

Hvað varðar fjár­laga­gerð fyr­ir 2011 sagði Stein­grím­ur eng­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar, s.s. hvort skatt­ar verði hækkaðir frek­ar. Máli skipti hvernig tekju­stofn­arn­ir þró­ist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert