Styrktu átta verkefni í þágu barna

Styrkhafar.
Styrkhafar. Frá Barnavinafélaginu Sumargjöf

Barnavinafélagið Sumargjöf veitti styrki til málefna barna í dag, við athöfn í leikskólanum Grænuborg við Eiríksgötu í Reykjavík. Við athöfnina söng Gradualekór Langholtskirkju nokkur lög undir stjórn Jóns Stefánssonar kórstjóra en kórinn var meðal styrkþega í þetta sinn.

Óskað var eftir umsóknum um styrki í þágu barna í upphafi þessa árs og barst 51 umsókn. Stjórn Barnavinafélagsins komst að þeirri niðurstöðu að veita átta styrki að þessu sinni, samtals að upphæð 4,4 milljónir króna.

Eftirtalin átta verkefni hlutu styrki:

1. Maxímús Músikús trítlar í tónlistarskólann.

2. Snillingarnir - meðferðarnámskeið fyrir börn með ADHD

3. Skáld í skólum – bókmenntaverkefni á vegum Rithöfundasambands Íslands.

4. Tónlistarkynning og leiksýning fyrir börn á vegum Óperactic félagsins.

5. Börn af erlendum uppruna – Flóttabörn. – Rannsóknarverkefni á vegum Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) í HÍ.

6. Kórskóli Langholtskirkju – Listafélag Langholtskirkju.

7. Fræðsla á landsvísu um einelti – Heimili og skóli.

8. Kvikmyndaskóli krakkanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert