Umferð áfram takmörkuð

Kort yfir bannsvæðið.
Kort yfir bannsvæðið. www.almannavarnir.is

Umferð um nágrenni gosstöðvanna í Eyjafjallajökli er áfram takmörkuð. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er „stíft eftirlit“ með því að lokanir séu virtar. Verði einhverjir staðnir að því að fara inn fyrir lokanir mega þeir búast við kærum og sektum.

Vegurinn inn í Þórsmörk er lokaður vegna eldgossins og eins er leiðin inn á Emstrur lokuð vegna aurbleytu líkt og fleiri hálendisvegir.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var nóttin tíðindalítil. Ekkert sést til gosstöðvanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert