Afnám laga og endurgreiðsla

Byggingameistari var ósáttur við að greiða iðnaðarmálagjald til Samtaka iðnaðarins …
Byggingameistari var ósáttur við að greiða iðnaðarmálagjald til Samtaka iðnaðarins sem hann átti ekki aðild að. Hann vann málið. Myndin er úr myndasafni. Rax / Ragnar Axelsson

Ríkið þarf að afnema lög um iðnaðarmálagjald og huga að endurgreiðslu oftekinna gjalda, að mati Einars S. Hálfdánarsonar, hæstaréttarlögmanns og löggilds endurskoðanda. Hann var lögmaður Varðar Ólafssonar, byggingarmeistara, í máli gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.

Vörður vann málið eins og mbl.is hefur greint frá.

Einar sagði að ríkið þyrfti væntanlega ekki að endurgreiða iðnaðarmálagjald aftur til ársins 1993 þegar lögin voru sett. Í gildi væru lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda. Væntanlega þyrfti að endurgreiða iðnaðarmálagjald um fjögur ár aftur í tímann. Einar áætlaði að sú upphæð gæti numið tveimur til þremur milljörðum króna. 

Í 1. grein laganna segir: „Stjórnvöld, sem innheimta skatta eða gjöld, skulu endurgreiða það fé sem ofgreitt reynist lögum samkvæmt ásamt vöxtum skv. 2. gr.  Stjórnvöld skulu hafa frumkvæði að slíkum endurgreiðslum þegar þeim verður ljóst að ofgreitt hefur verið.“

Einar kvaðst ekki eiga von á að ganga þyrfti eftir endurgreiðslu með málarekstri því lögin segi að stjórnvöld skuli hafa frumkvæði að slíkum endurgreiðslum.

Málið var sent til Mannréttindadómstólsins árið 2006. Einar sagði að þessi afgreiðslutími málsins fyrir dómstólnum þyki ekki langur.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert