Búist við öskufalli norðvestur af eldstöðinni

Bændur úr Landeyjum heimsóttu nágranna sína undir Eyjafjöllum um helgina …
Bændur úr Landeyjum heimsóttu nágranna sína undir Eyjafjöllum um helgina og aðstoðuðu við hreinsun öskunnar.

Veður­stof­an seg­ir, að bú­ast megi við lít­ils­hátt­ar ösku­falli norðvest­ur og síðar vest­ur af eld­stöðinni í Eyja­fjalla­jökli í dag.  Veður­stof­an ger­ir ráð fyr­ir aust­lægri átt í dag, 8-13 m/​s, en hvass­ara síðdeg­is.  Gert er ráð fyr­ir lít­illi úr­komu, en rign­ingu með köfl­um eft­ir há­degi.

Hreins­un­ar­starf á sveita­bæj­um sem verst urðu úti vegna ösku­falls er í full­um gangi. Vagn Kristjáns­son lög­reglumaður hef­ur yf­ir­um­sjón með hreins­un­ar­starf­inu. Hann seg­ir aðkom­una að bæj­un­um ekki jafnsvarta og áður enda hafi slökkviliðsmenn vatns­hreinsað hús­in. Þá hafi sveit­ar­fé­lagið beitt vinnu­vél­um við að skafa heim­reiðar og bæj­ar­hlöð.

Vagn seg­ir enn verið að meta stöðuna og skipu­leggja starfið. Hann ráðlegg­ur þeim sem vilja hjálpa til við hreins­un að mynda hópa og senda hjálp­ar­boð á net­fangið sveit­in@hvols­voll­ur.is.

Elv­ar Ey­vinds­son, sveit­ar­stjóri og bóndi í Aust­ur-Land­eyj­um, seg­ir brún­ina vera að létt­ast á íbú­um. „Þetta er ekki eins svart og þegar fólk var statt inni í svart­asta mekk­in­um. Þegar létt­ir til þá létt­ist lund­in. Að ekki sé talað um þegar svona marg­ir vilja hjálpa til við að þrífa burtu mesta ófögnuðinn.“ Hann seg­ir að ekki sé enn búið að skoða heiðar og af­rétt. „Land­græðslan mun lík­lega koma að því. Það hefði lík­lega verið gott að eiga ennþá áburðarflug­vél.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert