Ein hjúskaparlög í vor

Ein hjúskaparlög verða lögfest í vor.
Ein hjúskaparlög verða lögfest í vor. mbl.is/Ásdís

Stefnt er að því að af­greiða frum­varp um ein hjú­skap­ar­lög frá Alþingi í vor. Frum­varpið er til meðferðar hjá alls­herj­ar­nefnd og í um­sagn­ar­ferli sem lýk­ur í byrj­un maí. Formaður nefnd­ar­inn­ar seg­ir vilja Alþing­is skýr­an hvað varðar að lög­festa frum­varpið.

Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, spurði út í málið á Alþingi í dag og hvort ekki hyggðist að klára það í vor. Siv tók fram að búið væri að ræða málið margoft í þing­inu og mik­ill sam­hljóm­ur um málið.

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, formaður alls­herj­ar­nefnd­ar og þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist telja að um mjög mik­il­vægt mál sé að ræða og ekki standi annað til að en að af­greiða það og gera að lög­um í vor. Þegar hafi komið inn um­sagn­ir frá hags­munaaðilum og all­ar eru þær já­kvæðar. Sagðist Stein­unn Val­dís telja, að það væri mjög skýr og af­drátt­ar­laus Alþing­is að gengið sé inn á þessa braut.

Fram kom í morg­unþætti Rás­ar 2 í morg­un, að fyr­ir presta­stefnu, sem hefst í kvöld, ligg­ur til­laga um að lýsa yfir stuðningi við frum­varpið. Sagði sr. Sig­ríður Guðmars­dótt­ir, einn flutn­ings­manna til­lög­unn­ar, að það vær­ist vera þver­póli­tísk samstaða um þetta mál meðal presta en 89 flutn­ings­menn standa að til­lög­unni.

Öðlist gildi 27. júní nk.

Lagt er til í frum­varp­inu að lög­in öðlist gildi þann 27. júní 2010 en sá dag­ur er tákn­rænn þegar kem­ur að gildis­töku laga á þessu rétt­ar­sviði. Hér er um að ræða alþjóðleg­an mann­rétt­inda­bar­áttu­dag sam­kyn­hneigðra og hef­ur hann oft­ast orðið fyr­ir val­inu þegar lög­um hef­ur verið breytt til að bæta rétt­ar­stöðu sam­kyn­hneigðra.

Þegar lög um staðfesta sam­vist voru sett árið 1996 tóku þau gildi 27. júní og það sama má segja um laga­breyt­ing­arn­ar sem voru gerðar með lög­um nr. 65/​2006 og lög­um nr. 55/​2008. Þessi dag­setn­ing gef­ur einnig nokkuð færi á að und­ir­búa gildis­töku lag­anna.

Farið var fram á það við Rann­sókna­stofn­un Ármanns Snæv­arr um fjöl­skyldu­mál­efni að stofn­un­in tæki að sér að semja frum­varp til breyt­inga á hjú­skap­ar­lög­um. Í verk­efna­lýs­ingu seg­ir: „Nú er svo komið að rétt þykir að afmá þann mun sem felst í mis­mun­andi lög­gjöf vegna hjú­skap­ar karls og konu ann­ars veg­ar og staðfest­ing­ar sam­vist­ar tveggja ein­stak­linga af sama kyni hins veg­ar, og í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram það mark­mið að ein hjú­skap­ar­lög verði lög­fest.“ // 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert