Engin merki um goslok

Gríðarlegt öskufall hefur verið undir Eyjafjöllum. Mynd tekin í síðustu …
Gríðarlegt öskufall hefur verið undir Eyjafjöllum. Mynd tekin í síðustu viku. mbl.is/Golli

Kviku­streymi og gos­mökk­ur frá Eyja­fjalla­jökli hef­ur í dag verið með svipuðum hætti og und­an­farna sól­ar­hringa og hraun held­ur áfram að renna til norðurs í upp­tök­um Gíg­jök­uls. Sprengigos og gjósku­mynd­un er því aðeins lítið brot af því sem var þegar gosið var mest, eða 14. til 17. apríl, þó gjósku­falls gæti 40 km vest­an gosstöðvanna. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka.

Þetta seg­ir á minn­is­blaði frá Veður­stofu Íslands og jarðvís­inda­stofn­un, en það er byggt á jarðskjálfta­mæl­um, GPS-mæl­ing­um, vatns­rennsli í Markarfljóti og upp­lýs­ing­um úr flugi sem farið var í dag.

Gosórói er svipaður og und­an­farna daga, seg­ir á minn­is­blaðinu. Um lit gos­mökks­ins seg­ir að hann sé tví­skipt­ur. „Ann­ars veg­ar ljós að mestu leyti (gufa) og náði hann yf­ir­leitt ekki hátt, en hins veg­ar dökk­grár og svart­ur upp í ca 1/​3–1/​2 hæð.“

Slett­ur ná upp í 100 til 200 metra hæð

Vel sást til goss­ins í flug­inu seg­ir á minn­is­blaðinu. „Gíg­ur­inn er staðsett­ur í suð-vest­ur­horni ket­ils­ins og hleðst upp jafnt og þétt. Gíg­barm­ar eru á að giska 50 m lægri en barm­ar ket­ils­ins. Stöðug klepra­virkni, slett­ur ná í 100–200 m hæð. Ösku­mekk­ir rísa upp með ákveðnu milli­bili en eru ekki stöðugir. Högg­bylgj­ur sáust neðst í mekk­in­um. Hraun held­ur fram að renna til norðurs og hef­ur nú náð um 1 km frá gígn­um.

Dæld­ir í jökl­in­um sem hraun renn­ur eft­ir hafa stækkað mikið frá á laug­ar­dag þegar síðast sást til gosstöðvanna. Gíg­jök­ull er grár vegna gjósku­falls. NV-kinn jök­uls­ins er svört af gjósku. Ösku­fjúk með upp­tök á lág­lendi sunn­an jök­uls­ins sást und­ir Eyja­fjöll­um og í A-Land­eyj­um.“

Flogið með vél Landhelgisgæslunnar yfir eldstöðvarnar sunnudaginn 18. apríl.
Flogið með vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar yfir eld­stöðvarn­ar sunnu­dag­inn 18. apríl. Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert