Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur samþykkt ályktun þar sem átalin er sú aðför, sem hópur einstaklinga hafi gert að heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, alþingismanns síðastliðna viku.
„Með slíku er friðhelgi heimilis hennar og fjölskyldu rofin. Sú friðhelgi er stjórnarskrárvarinn réttur allra Íslendinga," segir í ályktuninni.Ennfremur harmar framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, að fjárfrek prófkjör hafi tíðkast innan flokksins fyrr á árum og segist munu fylgja fast eftir þeim ströngu reglum sem síðar voru settar í þeim félögum þar sem prófkjör fari fram við val á frambjóðendum.