Hraun komið um 1 km frá gígnum

Nýja hraunið sést á milli stóru hvítu gufumakkanna. Það hefur …
Nýja hraunið sést á milli stóru hvítu gufumakkanna. Það hefur nú náð 1 km norður fyrir gíginn. Gosmökkurinn er dökkur bak við gufubólstrana. Magnús Tumi Guðmundsson/Jarðvísindastofnun HÍ

Hraun hef­ur nú runnið um einn kíló­meter frá eld­gígn­um á toppi Eyja­fjalla­jök­uls, í átt að Gíg­jökli, að mati Magnús­ar Tuma Guðmunds­son­ar, pró­fess­ors. Hann flaug yfir gosstöðvarn­ar fyrr í dag. Magnús Tumi sagði að frem­ur lít­ill gos­mökk­ur stígi í 10-12 þúsund feta hæð og leggi til vestn­orðvest­urs.

Magnús Tumi tel­ur að eld­gosið sé í meg­in­at­riðum enn á svipuðu róli og und­an­farna daga. Dá­lítið ösku­fall er frá gosmekk­in­um á jök­ul­inn næst eld­stöðinni. Magnús Tumi sagði að smá­veg­is aska hafi borist til norðvest­urs á síðustu dög­um og eru Tind­fjöll, Tind­fjalla­jök­ull og fjöll­in þar í kring grálituð af ösku.

Vís­inda­menn­irn­ir gátu nú skoðað gosstöðina sunn­an­meg­in frá í annað skiptið frá því að gosið hófst. Hún sást fyrst sunn­an­frá snemma í síðustu viku. Nú var mjög gott skyggni þeim meg­in.

„Jök­ull­inn er mjög þunn­ur þar en það er að mynd­ast sig­dæld utan um eitt gatið. Það er hægt og ró­lega að bráðna þar í kring en það er ekk­ert vatn að safn­ast þar upp,“ sagði Magnús Tumi.

Hægt var að mæla hita­stig hrauns­ins með hita­mynda­vél og reynd­ist hraunjaðar­inn vera um 200°C heit­ur. Þar er hraunið upp við ís­stál og legg­ur tölu­vert mikla gufu þar upp. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert