Fram hafa komið efasemdir um að kvótaeign Guðjóns Arnars Kristjánssonar samræmist störfum hans fyrir sjávarútvegsráðuneytið.
Guðjón segir að 25% eignarhlutur í útgerðarfyrirtæki hafi engin áhrif á störfin sem hann gegni fyrir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og leggur áherslu á að hann hafi aldrei farið dult með skoðanir sínar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Hins vegar verði að vinna með kerfinu hverju sinni. Jón Bjarnason tekur í sama streng og segir að reynsla Guðjóns komi að góðu gagni í ráðuneytinu.
Sjá ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.