Meirihluti ók of hratt

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu myndaði í dag yfir hundrað bif­reiðar á tveim­ur göt­um í íbúðar­hverf­um í Kópa­vogi, og kom að meiri­hluti öku­manna keyrði yfir leyfi­leg­um há­marks­hraða á báðum veg­um.

Í til­kynn­ingu frá lög­reglu seg­ir að brot 50 öku­manna voru mynduð á Borg­ar­holts­braut í Kópa­vogi í dag. Fylgst var með öku­tækj­um sem var ekið Borg­ar­holts­braut í vesturátt, að Suður­braut. Á einni klukku­stund, eft­ir há­degi, fóru 76 öku­tæki þessa akst­urs­leið og því ók meiri­hluti öku­manna, eða 66%, of hratt eða yfir af­skipta­hraða. Meðal­hraði hinna brot­legu var 47 km/​klst en þarna er 30 km há­marks­hraði. Sex­tán óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mæld­ist á 67.

Brot 79 öku­manna voru mynduð á Digra­nes­vegi í Kópa­vogi í dag. Fylgst var með öku­tækj­um sem var ekið Digra­nes­veg í austurátt, gegnt Mennta­skól­an­um í Kópa­vogi. Á einni klukku­stund, fyr­ir há­degi, fóru 153 öku­tæki þessa akst­urs­leið og því ók meiri­hluti öku­manna, eða 52%, of hratt eða yfir af­skipta­hraða. Meðal­hraði hinna brot­legu var 43 km/​klst en þarna er 30 km há­marks­hraði. Ell­efu óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mæld­ist á 58. 

Marg­ir óku of hratt fyr­ir ári

Mæl­ing­ar á báðum stöðum fyr­ir ári síðan leiddu einnig í ljós að marg­ir óku of hratt. Á sama stað á Borg­ar­holts­braut ók 68% öku­manna of hratt í mars og 56% í maí. Á þess­um sama stað á Digra­nes­vegi fyr­ir ári síðan óku 51% of hratt eða yfir af­skipta­hraða.

Mæl­ing­arn­ar í dag eru hluti af sér­stöku um­ferðar- og hraðaeft­ir­liti í og við íbúðargöt­ur í um­dæm­inu. Á veg­un­um var staðsett ómerkt lög­reglu­bif­reið sem er búin mynda­véla­búnaði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert