Þegar flugumferð um Keflavíkurflugvöll stöðvast bitnar það ekki eingöngu á flugfélögum heldur einnig á tengdri starfsemi. Leigubílstjórar sem keyra frá Keflavík hafa haft lítið að gera síðustu daga. Þá gagnrýna þeir flugfélögin fyrir að nýta ekki þjónustu þeirra til jafns við þjónustu rútubíla.
Keflavíkurflugvöllur opnaðist í gær en lokaðist á ný í morgun og einnig liggur innanlandsflug niðri vegna spár um gjóskudreifingu fram eftir degi.