Neita að skrifa undir ársreikninga BÍ

Þóra Kristín Ásgeirssdóttir, formaður BÍ, og Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri BÍ.
Þóra Kristín Ásgeirssdóttir, formaður BÍ, og Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri BÍ.

Fjór­ir stjórn­ar­menn af sjö í Blaðamanna­fé­lagi Íslands, þ.á.m. formaður þess og vara­formaður, hafa neitað að und­ir­rita árs­reikn­ing fé­lags­ins. „Í þessu felst eng­in ásök­un eða aðdrótt­un. Ég tel hins veg­ar að ég þurfi að fram­fylgja fé­lagslög­um sem formaður fé­lags­ins,“ seg­ir Þóra Krist­ín Ásgeirs­dótt­ir.

„Við höf­um óskað eft­ir gögn­um úr bók­haldi fé­lags­ins sem hafa ekki feng­ist, og fram­kvæmda­stjór­inn hef­ur legið á því,“ seg­ir Þóra Krist­ín í sam­tali við mbl.is. Hún tel­ur eðli­legt að stjórn fé­lags­ins hafi ein­hverj­ar for­send­ur til að rækja eft­ir­lits­hlut­verk sitt. „Að það sé ein­hver sem fylg­ir því eft­ir að út­gjöld fé­lags­ins séu í sam­ræmi við vilja stjórn­ar og fund­ar­gerðir,“ seg­ir hún enn­frem­ur.

Uppá­koma sem teng­ist mót­fram­boði

„Þessi uppá­koma á stjórn­ar­fund­in­um teng­ist mót­fram­boði mínu gegn sitj­andi for­manni fé­lags­ins,“ seg­ir Hjálm­ar Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri BÍ, í sam­tali við mbl.is. Nk. fimmtu­dag munu fé­lags­menn BÍ kjósa sér formann, en valið stend­ur á milli Hjálm­ars og Þóru Krist­ín­ar.

Hjálm­ar tek­ur fram að reikn­ing­arn­ir hafi verið end­ur­skoðaðir af lög­gilt­um end­ur­skoðanda, yf­ir­farn­ir af skoðun­ar­mönn­um fé­lags­ins og und­ir­ritaðir af öðrum stjórn­ar­mönn­um.

Hann bend­ir á að rekst­ur fé­lags­ins á síðasta ári hafi gengið ótrú­lega vel miðað við erfiðar aðstæður og tekjurýrn­un vegna upp­sagna og at­vinnu­leys­is fé­lags­manna í BÍ.

Bókaði sig frá ábyrgð

Auk for­manns­ins neituðu þau Svavar Hall­dórs­son, Elva Björk Sverr­is­dótt­ir, vara­formaður BÍ, og Sól­veig Berg­mann að und­ir­rita árs­reikn­inga fé­lags­ins á stjórn­ar­fundi í gær­kvöldi. „Formaður­inn og stjórn­in hafa í all­an vet­ur óskað eft­ir upp­lýs­ing­um um ým­is­legt sem teng­ist rekstri fé­lags­ins, en svör­in hafa verið lít­il og rýr. Ég sem stjórn­ar­maður tel mig ekki geta sinnt þeirri skyldu minni að hafa eft­ir­lit með starf­semi fé­lags­ins í þessu upp­lýs­inga­leysi,“ seg­ir Svavar í sam­tali við mbl.is. 

Þóra Krist­ín seg­ist hafa stungið upp á því við fram­kvæmda­stjór­ann að reikn­ing­ar fé­lags­ins yrðu áritaðir af sér­stök­um gjald­kera. „Hann hef­ur sett sig upp á móti því að ég fái að sjá gögn úr bók­haldi eða upp­lýs­ing­ar um hvað fé­lagið sé að greiða fyr­ir. Stjórn­in óskaði síðan eft­ir þessu form­lega og það dugði ekki til.“

Þá seg­ist hún hafa bókað sig frá ábyrgð á fjár­mun­um fé­lags­ins í vet­ur vegna þessa. „Ég get ekki tekið ábyrgð á fjár­mun­um fé­lags ef ég fæ ekki að sjá gögn­in um þau,“ seg­ir Þóra Krist­ín og bæt­ir við: „Fram­kvæmda­stjór­inn vill hafa þetta fé­lag al­gjör­lega í rassvas­an­um og vill helst ekki að stjórn­in sé að skipta sér af.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert