„Skuldarar hrópa á réttlæti“

Nauðungaruppboð
Nauðungaruppboð

„Skuldarar hrópa á réttlæti, norrænt réttlæti. Það felst í því að gripið er til almennra aðgerða og svo er skattkerfið notað til að taka frá þeim sem ekki þurfa á aðgerðunum að halda,“ sagði Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Hún sagði jafnframt að koma verði í veg fyrir að bera eigi fólk út úr húsum sínum.

Lilja sagði að ef ríkisstjórnin efnir loforð þeirra ráðherra sem skrifuðu undir viljayfirlýsingu til AGS þurfi tafarlaust að bregðast við, enda hefjist þá almennar nauðungarsölur í október. „Fara þarf fram greining á aðstæðum þessa hóps sem er á leið í nauðungarsölu, hvers vegna hann er kominn í það ferli að ekkert annað bíður.“

Jafnframt þarf, að mati Lilju, að athuga hverjar þeirra þarfir eru varðandi framtíðarhúsnæði. Til dæmis hvort þurfi að koma á sérstöku félagslegu leiguhúsnæði til að taka við fólkinu sem missir húsnæði sitt eftir 1. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka