Strandveiðar eftir viku en lögin ekki afgreidd

Smábátahöfnin í Keflavík.
Smábátahöfnin í Keflavík. mbl.is/Arnór Ragnarsson

Miðað er við að strandveiðar geti hafist í næstu viku. Enn er ekki búið að samþykkja lög um veiðarnar. Engin leyfi hafa því verið gefin út. Veiðar verða líklega aðeins heimilar fjóra daga í viku.

Tæplega 600 leyfi voru gefin út til strandveiða í fyrrasumar, en þá voru veiðarnar stundaðar samkvæmt lögum sem giltu til eins árs. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um þessar veiðar og samkvæmt því mega veiðarnar byrja næsta mánudag. Því er ljóst að skammur tími er til stefnu.

Búist var við að annarri umræðu lyki í gær og hefur verið boðað til funda í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd þingsins í dag og á morgun. Atli Gíslason, formaður nefndarinnar, segir að um stórt atvinnumál sé að ræða, sex þúsund tonna viðbótarkvóti skipti t.d. vinnsluna verulegu máli. Hann segist ekki trúa öðru en að frumvarpið verði að lögum í vikunni.

Atli segir að óánægja hafi komið fram með að leyfa strandveiðar á sunnudögum vegna lokunar í fiskvinnsluhúsum og á mörkuðum. Því muni hann leggja til að veiðarnar verði aðeins heimilar fjóra daga vikunnar, það er frá mánudegi til fimmtudags.

Sjá ítarlega umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert