Upplýsingaskylda frambjóðenda í forsetakosningum

Formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi nema Hreyfingarinnar hafa lagt fram frumvarp um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, þar sem m.a. er gert ráð fyrir reglur laganna nái einnig til frambjóðenda í forsetakosningum.

Einnig er lagt til að kveðið verði á um leyfilegan hámarkskostnað frambjóðenda í forsetakjöri af kosningabaráttu og að hann verði 35 milljónir króna.  

Í frumvarpinu er lagt er til að hámarksfjárhæð framlaga frá einstaklingum og lögaðilum til stjórnmálasamtaka og frambjóðenda verði hækkuð úr 300.000 kr. í 400.000 kr., sem samsvarar þeim verðlagshækkunum sem orðið hafa frá þeim tíma er lögin tóku gildi 1. janúar 2007 og til dagsins í dag.

Samhliða er lagt til að sérheimild laganna til að innheimta að auki félagsgjöld, allt að 100.000 krónur á ári, verði felld niður. Þarf innheimta félagsgjalda, verði breytingarnar samþykktar, framvegis að rúmast innan hámarksframlagsins. 

Þá er m.a. lagt til, að nöfn þeirra einstaklinga sem styrkja stjórnmálaflokka eða frambjóðendur um meira en 200.000 kr. verði gerð opinber. Svonefnt nafnleyndargólf er nú 300 þúsund krónur.  

Frumvarpið í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka