Slysum þar sem bifhjól koma við sögu fækkaði umtalsvert árið 2009 borið saman við árið 2008 samkvæmt gögnum Umferðarstofu fyrir árið 2009. Heildarfjöldi slasaðra og látinna fór úr 107 í 89 eða sem er 16,8% samdráttur.
Í þessum tölum er samanlagður fjöldi lítið slasaðra, alvarlega slasaðra og látinna sem voru á léttum og þungum bifhjólum.
Þrátt fyrir umtalsverða fækkun slasaðra jókst fjöldi skráðra bifhjóla um 4,6%. Árið 2008 var fjöldi þeirra 9009 en fór upp í 9420 árið 2009.