Unnið hefur verið að því um nokkurn tíma að flytja inn eðlur og snáka til að hafa til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík.
Að sögn Tómasar Óskars Guðjónssonar, forstöðumanns garðsins, er stefnt að því að fá dýrin til landsins fyrir 20 ára afmælisfagnað garðsins 19. maí næstkomandi.
Verða dýrin flutt inn frá Frakklandi og fáist öll tilskilin leyfi þar kemur næst til kasta íslenskra yfirvalda, einkum embættis yfirdýralæknis sem þarf að veita innflutningnum blessun sína.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.