Ungur haförn á flugi í Ólafsfirði

Haförninn á flugi í Ólafsfirði í morgun.
Haförninn á flugi í Ólafsfirði í morgun. mbl.is/Gísli Kristinsson

Ungur haförn heiðraði Ólafsfirðinga með nærveru sinni skömmu fyrir hádegi í dag. Gísli Kristinsson, sem tók meðfylgjandi myndir, segir mjög sjaldgæft að hafernir sjáist í firðinum og hann hafi reyndar aðeins einu sinni heyrt um það. 

Það var Svavar B. Magnússon sem sá fuglinn fyrstur. Þá kom hann fljúgandi inn yfir bæinn og settist síðan á flugvöllinn - rétt framan við vinnubúðirnar við munna Héðinsfjarðarganganna. Síðan flaug örninn fram eftir vatninu og settist á bakkann þar sem Ólafsfjarðará rennur í vatnið. Þar tók Gísli myndirnar, af um það bil 300 metra færi. „Hann var frekar styggur og flaug lengra fram sveitina þegar ég reyndi að komast nær honum,“ sagði Gísli í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

mbl.is/Gísli
mbl.is/Gísli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert