„Dómstóllinn lítur svo á að Vörður sé skyldaður til þátttöku í félagastarfsemi með því að greiða til félagsins. Þeir taka fyrir félagafrelsisákvæðið í 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu og vísa jafnframt til 9. og 10. greinar sáttmálans sem fjalla um skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi.“
Þetta segir Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Varðar Ólafssonar húsasmíðameistara gegn ríkinu.
Einar telur úrskurð dómstólsins sæta miklum tíðindum enda geti hann haft fordæmisgildi í málum af svipuðum toga í Evrópu.
Vörður leyndi ekki gleði sinni þegar blaðamaður bar niðurstöðuna undir hann.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.