Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að úrskurður mannréttindadómstólsins um iðnaðarmálagjald kunni að skaða ákveðin verkefni sem samtökin vinna að. Dómurinn fjalli einkum um að lagaramminn utan um gjaldið sé of víður og að skilgreina þurfi betur hvernig því sé ráðstafað.
Ákvörðunin kann að hafa afleiðingar á önnur gjöld sem ríkið innheimtir, til að mynda búnaðargjald.
Gjaldið er 0,08% af veltu allra iðnfyrirtækja í landinu, innheimt af ríkinu en ráðstafað til Samtaka Iðnaðarins. Þannig er þeim sem reka iðnfyrirtæki skylt að greiða gjaldið þrátt fyrir að vera ekki félagar í Samtökum Iðnaðarins.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði á Alþingi í dag að þremur ráðherrum hafi verið falið að fara yfir málið. En hver eru viðbrögð Samtaka iðnaðarins.