Sérstakir hverfavefir opnaðir

Hanna Birna Kristjánsdóttir opnar vefsvæðið í dag.
Hanna Birna Kristjánsdóttir opnar vefsvæðið í dag.

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, borg­ar­stjóri, opnaði tíu nýja hverfa­vefi þar sem búar geta nálg­ast  upp­lýs­ing­ar um sér­stöðu hvers hverf­is, lýðfræði, ný­leg­ar fram­kvæmd­ir, yf­ir­stand­andi fram­kvæmd­ir, niður­stöðu íbúa­kosn­ing­ar­inn­ar, hug­mynd­ir íbúa um aðal­skipu­lag, starf­semi hverf­is­lög­reglu og fleira.

Á vef Reykja­vík­ur er haft eft­ir Hönnu Birnu, að mark­miðið með þessu verk­efni  snú­ist um að bæta nærþjón­ustu við íbúa og gefa þeim enn fleiri tæki­færi til þátt­töku í ákvörðunum sem snúa að þeirra hverf­um.

Vef­ina er að finna á vef­slóðinni hverfidmitt.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka