Sjóðsstjóri Gildis fer frá

Frá ársfundi Gildis í kvöld.
Frá ársfundi Gildis í kvöld. mbl.is/Golli

Til­laga Jó­hanns Páls Sím­on­ar­son­ar sjó­manns og líf­eyr­isþega í líf­eyr­is­sjóðnum Gildi þess efn­is að stjórn sjóðsins, fram­kvæmda­stjóri og sjóðstjóri færu frá vegna meintr­ar van­rækslu í starfi  og Fjár­mála­eft­ir­litið tæki við stjórn­inni var felld á árs­fundi Gild­is í kvöld með öll­um greidd­um at­kvæðum.

Til­kynnt var á fund­in­um að Tryggvi Tryggva­son, sjóðsstjóri, hefði sagt starfi sínu lausu í dag en Jó­hann og nokkr­ir sjóðsfé­lag­ar höfðu kraf­ist þess að hann hætti af sömu ástæðu.

Árs­fundi þessa þriðja stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins er ný­lokið. Um mik­inn hita­fund var að ræða og var fullt út af dyr­um. Stjórn sjóðsins hyggst svara til­lög­unni skrif­lega.

Nafnávöxt­un sjóðsins á síðasta ári var 6,8% og raunávöxt­un var nei­kvæð um 1,5%. Hrein eign til greiðslu líf­eyr­is var 227,3 millj­arðar króna í árs­lok og hækkaði um 18,4 millj­arða króna eða um 8,8% frá árs­lok­um 2008. Heild­ar­skuld­bind­ing­ar sjóðsins voru 11,6% hærri en eign­ir í lok árs 2009 sam­kvæmt trygg­inga­fræðilegri út­tekt. Samþykkt var að lækka áunn­in rétt­indi um 7% og að lækk­un­in hjá líf­eyr­isþegum verði fram­kvæmd í tvennu lagi, 3,5% 1. júní 2010 og 3,5% 1. nóv­em­ber 2010.

Rétt­indi sjóðsfé­laga voru hækkuð um 7% árið 2006 og 10% árið 2007 um­fram vísi­tölu­hækk­an­ir en lækkuð um 10% árið 2009.

Alls 39.672 ein­stak­ling­ar greiddu iðgjöld til Gild­is árið 2009. Alls eiga 177.791 ein­stak­ling­ar rétt­indi hjá sjóðnum.  Iðgjöld til sjóðsins á ár­inu 2009 voru 10,8 millj­arðar króna og lækkuðu um 4,5% frá fyrra ári. Líf­eyr­is­greiðslur námu 7,9 millj­örðum króna og hækkuðu um 18,2%.

Eign­ir sjóðsins skipt­ust þannig í lok árs 2009 að 58% voru í inn­lend­um skulda­bréf­um, 2% í inn­lend­um hluta­bréf­um, 7% í inn­lán­um og 33% í er­lend­um verðbréf­um.

Frá ársfundi Gildis.
Frá árs­fundi Gild­is.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert