Skýrslan er metsölubók ársins

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er bókstaflega rifin út úr bókabúðunum, enda …
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er bókstaflega rifin út úr bókabúðunum, enda krassandi lesning. Ernir Eyjólfsson

Rannsóknaskýrsla Alþingis er langsöluhæst bóka hér á landi frá áramótum, samkvæmt metsölulista bókaverslana. Samkvæmt sölutölum bóksala má ætla að hún verði áfram söluhæsta bókin fram eftir ári, ef ekki allt árið.

Þetta kemur fram í orðsendingu frá Emil B. Karlssyni, forstöðumanni Rannsóknarseturs verslunarinnar, sem tekur sölutölur bóka saman á tveggja vikna fresti fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. Félagið birtir metsölulistann á heimasíðu sinni.

Alþingi er því það bókaforlag sem um þessar mundir nýtur mestrar velgengni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert