Snákar og kakkalakkar í íbúð

Snákurinn, sem fannst í íbúðinni.
Snákurinn, sem fannst í íbúðinni.

Snákur, mýs og kakkalakkar var á meðal þess sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á við húsleit á höfuðborgarsvæðinu. Í húsinu var einnig að finna lifrur og bjöllur sem lögreglan kann ekki að nefna.

Dýrin voru flutt að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir. Í húsinu fundust jafnframt rúmlega 150 grömm af marijúana. Karlmaður um þrítugt var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert