Styður ekki frumvarp um fjármál

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is/Ómar

Þingmenn Hreyfingarinnar styðja ekki frumvarp til laga um fjármál stjórnmálaflokka. Formenn allra flokka á Alþingi, nema Hreyfingarinnar, lögðu frumvarpið fram. Þar er kveðið á um breytingar á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Þingmenn Hreyfingarinnar segjast ekki styðja frumvarpið því samkvæmt því verði framlög fyrirtækja áfram heimil, einstaklingar geti áfram styrkt stjórnmálasamtök og stjórnmálamenn í skjóli leyndar, ekki sé dregið úr fjárþörf stjórnmálasamtaka, jafnræðissjónarmiða við úthlutun opinbers fjár sé ekki gætt og þess að „botnlaus sjálftaka úr almannasjóðum heldur áfram“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert