Fordæmi sett með ákvörðun um Björgólf Thor?

Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks. Heiðar Kristjánsson

Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðiflokks, og nefnd­armaður í iðnaðar­nefnd Alþing­is, seg­ir þingið kveða upp siðferðis­leg­an dóm yfir Björgólfi Thor Björgólfs­syni með breyt­ing­ar­til­lögu við frum­varp um heim­ild til samn­inga um gagna­ver í Reykja­nes­bæ. Hann spyr hvaða for­dæmi séu sett með til­lög­unni og hvernig sam­skipti rík­is­ins verði við aðra ein­stak­linga tengda út­rás­inni.

Iðnaðar­nefnd samþykkti frum­varpið á fundi sín­um í morg­un. Lagt er til að stytta samn­ings­tím­ann um helm­ing, úr tutt­ugu árum í tíu ár auk þess að með ákvæði í samn­ing­um fell­ur Novator, fé­lag Björgólfs Thor, frá fjár­hags­leg­um ábata sem teng­ist bein­lín­is fjár­fest­inga­samn­ingn­um. Novator er hlut­hafi í Ver­ne Hold­ing, móður­fé­lagi gagna­vers­ins fyr­ir­hugaða.

Skúli Helga­son, formaður iðnaðar­nefnd­ar, seg­ir tvær ástæður liggja að baki því að lagt er til styttri samn­ings­tími. „Ann­ars veg­ar er komið inn í þingið frum­varp iðnaðarráðherra um  íviln­an­ir vegna ný­fjár­fest­inga á Íslandi. Það breyt­ir lands­lag­inu al­gjör­lega og segja má að þetta sé síðasti sér­tæki fjár­fest­inga­samn­ing­ur­inn sem gerður er. Við tek­ur al­menn ramm­a­lög­gjöf um íviln­an­ir. Í því frum­varpi er kveðið á um að samn­ings­tími verði til tíu ára. Hin skýr­ing­in er að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA gerði at­huga­semd við samn­ingslengd­ina. Því var ljóst að erfitt væri að ná samn­ingn­um óbreytt­um í gegn­um hana. Með þessu telj­um við að Ver­ne hold­ing ætti að geta fengið grænt ljós hjá Eft­ir­lits­stofn­un­inni.“

Hug­mynd­in kom­in frá Novator










Hrein­legra að hafna al­farið


Jón Gunn­ars­son er því mjög fylgj­andi að gagna­verið rísi og hef­ur talað fyr­ir því á Alþingi að mál­inu verði flýtt. Hann seg­ir þó að um­deild atriði séu í breyt­ing­um iðnaðar­nefnd­ar. Meðal ann­ars verði að spyrja hvort um þvingaða aðgerð hafi verið að ræða og hvaða áhrif hún kunni að hafa. „Ég tel Alþingi komið út á hála braut í lög­gjöf þegar farið er að þvinga fram sam­komu­lag með þessu hætti. Auðvitað er hægt að segja, að sam­komu­lagið komi til vegna yf­ir­lýs­ing­ar Björgólfs Thors en hún er að sjálf­sögðu gef­in út vegna þess að fyr­ir lá að málið var öðrum kosti stopp.“

Hvað varðar siðferðis­lega þátt­inn seg­ist Jón al­gjör­lega skilja þau sjón­ar­mið. Hann hafi ein­fald­lega sagt, að ef setja eigi slík­ar regl­ur sé hrein­legra að hafna því al­farið að eiga viðskipti við fyr­ir­tæki út­rás­ar­vík­inga. „Ég meina, hvað ætla menn að gera í sam­skipt­um við önn­ur fyr­ir­tæki í eigu þess­ara manna?“

Jón seg­ir mik­il­vægi verk­efn­is­ins svo mikið að það eigi ekki að fórna meiri hags­mun­um fyr­ir minni. „Ég læt ekki þátt­töku út­rás­ar­vík­inga með hliðarteng­ingu í svona verk­efni eyðileggja meira fyr­ir okk­ur en orðið er.“

Jón seg­ist ætla að taka málið upp á vett­vangi þings­ins og krefjast svara um hvaða stefnu Alþingi ætl­ar að móta sér þegar kem­ur að út­rás­ar­vík­ing­um, sem hafi þegar öllu er á botn­inn hvolft ekki verið dæmd­ir.

Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar og þingmaður Samfylkingarinnar.
Skúli Helga­son, formaður iðnaðar­nefnd­ar og þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/Ó​mar
Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólf­ur Thor Björgólfs­son Krist­inn Ingvars­son
Athafnasvæði gagnavers Verne Holdings á Ásbrú í Reykjanesbæ
At­hafna­svæði gagna­vers Ver­ne Hold­ings á Ásbrú í Reykja­nes­bæ
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert