Vilja koma til móts við þá sem tóku bílalán

stjórn Íslands­banka samþykkti á fundi sín­um í dag, að bank­inn ætli að vinna að sam­komu­lagi við stjórn­völd til að koma til móts við þá ein­stak­linga sem tóku bíla­lán í er­lendri mynt.

Þetta kom fram í máli Birnu Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra, á aðal­fundi bank­ans í dag. Sagði hún, að ný­leg skýrsla Seðlabanka Íslands sýndi að vand­inn væri hvað stærst­ur hjá þess­um hópi og að í mörg­um til­fell­um myndi slíkt sam­komu­lag  hafa í för með sér frek­ari lækk­un á höfuðstól þeirra bíla­lána sem hafi hækkað hvað mest.

Birna sagði að um 1200 viðskipta­vin­ir hafi nýtt sér höfuðstóls­lækk­un verðtryggðra og geng­is­tryggðra hús­næðislána. Að sama skapi hafi um 3100  nýtt sér höfuðstóls­lækk­un vegna bíla­samn­inga. Þá hafa um 800 fyr­ir­tæki nýtt sér höfuðstóls­lækk­un vegna fjár­mögn­un­ar­samn­inga hjá Íslands­banka Fjár­mögn­un. Einnig kom fram að bank­inn er að kynna sams­kon­ar lausn­ir fyr­ir fyr­ir­tæki sem eru með lán í er­lendri mynt en tekjuflæði í ís­lensk­um krón­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert