Flugstoðir segja, að loftrýmið umhverfis Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli sé lokað fyrir blindflugsumferð til kl. 13 að minnsta kosti. Vonast sé til þess að Reykjavíkurflugvöllur opnist fyrir alla flugumferð síðdegis í dag.
Athugun er hjá Flugfélagi Íslands klukkan 13:15 til allra áfangastaða. Icelandair gerir ráð fyrir að flugvélar lendi á Keflavíkurflugvelli frá Glasgow, Boston, Orlando og Seattle um hádegisbil í dag.
Flugvellirnir á Akureyri og á Egilsstöðum eru ekki innan gjóskudreifingarsvæðis og eru því opnir allri flugumferð og verða að öllum líkindum áfram næsta sólarhring.