Bandaríska tímaritið Time birti í dag árlegan lista yfir áhrifamestu einstaklinga í heiminum. Blaðið birti einnig lista yfir þá áhrifaminnstu árið 2010. Þeirra á meðal eru þrír Íslendingar, þeir Björgólfur Guðmundsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreiðar Már Sigurðsson.
Þeir eru í hópi með fólki á borð við Paulu Abdul, grínistanum Carrot Top, Lindsay Lohan, svikahrappnum Bernie Madoff og starfsmanni Apple sem týndi frumgerð af nýjasta iPhone símanum á bar.
Stutt umsögn er um hvern þeirra, Björgólf, Jón Ásgeir og Hreiðar Má og fara þær hér á eftir:
„Annar milljarðamæringurinn í sögu Íslands — sá fyrsti var sonur hans, Thor Björgólfsson (á íslensku er eftirnafn þitt aðeins nafn föður þíns plús annað hvort sson eða dóttir) — hann breyttist úr því að vera virði 1,1 milljarðs dala yfir í 0. Og mál hans eru til rannsóknar. Og hann lagði íslenskan efnhag í rúst. Og Gordon Brown beitti hryðjuverkalöggjöf til að frysta eignir Landsbankans í Bretlandi. Og hann skýrði bankann sinn Landsbanki. Bretar hata hann meira en þeir hata eldfjöllin í landinu hans,“ segir Time um Björgólf.
„Þegar þú ert myndarlegur gaur sem selur fatnað, þá þarftu virkilega að klúðra málum til að fólk safnist saman á úti á götu til að mótmæla þér. .... Hvað sem því líður, þá mun enginn lána þér pening. Ekki einu sinni krónu,“ segir Time um Jón Ásgeir.
„Ég hvarf eiginlega ofan í Wikipedia-holu með íslensku fjármálakreppunni,“ skrifar Time um Hreiðar Má.