Stóru olíufélögin hafa öll hækkað verð á eldsneyti í dag og kostar lítrinn af bensíni nú 212,80 krónur í sjálfsafgreiðslu og lítrinn af dísilolíu 210,50. Þjónustuverð á bensíni er orðið tæpar 218 krónur.
Hjá Orkunni kostar bensínlítrinn almennt 207 krónur og dísilolíulítrinn 205,50 krónur; hjá Atlandsolíu er verðið 0,10 krónum hærra. Ódýrasta eldsneytið er hins vegar á bensínstöðvum Orkunnar og Atlantsolíu við Skemmuveg, rúmar 196 krónur bensínið og tæpar 195 krónur olían.