Engin merki um breytingar undir Kötlu

Einni vefmyndavél Vodafone er beint að neðri hluta Gígjökuls.
Einni vefmyndavél Vodafone er beint að neðri hluta Gígjökuls. www.vodafone.is/eldgos

Kvikustreymi og gosmökkur hafa verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Engin merki eru um breytingar undir Kötlu. Þetta kemur fram í minnisblaði Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Radarmyndir úr TF-SIF sýna að gígurinn innan nyrðri ketilsins hækkar heldur, meðan jökullinn suðvestan við gíginn springur upp og lækkar.

Vefmyndavélar sýna samfellt rennsli bræðsluvatns frá Gígjökli. Rennsli Markarfljóts var mælt tvisvar á gömlu brúnni í gær, 28. apríl. Flóð sem kom í gær kl. 11:30 niður Gígjökul mældist 250 rúmmetrar á sekúndu á brúnni tveimur tímum síðar. Bæði í gær og í dag er talið að 130-150 rúmmetrar á sekúndu hafi runnið frá Gígjökli sem er meira en undanfarna daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka