Fjölmenni er á aðalfundi Blaðamannafélags Íslands, sem nú stendur yfir en í aðdraganda fundarins hafa fráfarandi formaður félagsins og framkvæmdastjóri þess deilt hart opinberlega.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem verið hefur formaður félagsins, og Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri, buðu sig bæði fram til formanns. Í morgun lýsti Þóra Kristín því hins vegar yfir í grein í Fréttablaðinu að hún drægi framboð sitt til baka og er Hjálmar því einn í kjöri.
Felld var tillaga um að fresta aðalfundinum um þrjár vikur svo fleiri framboð gætu komið fram í formannskjöri.
Þau Þóra og Hjálmar hafa bæði tekið til máls á fundinum og fjallað um ágreining sinn. Þá tilkynntu þrír stjórnarmenn, þau Elva Björk Sverrisdóttir, Svavar Halldórsson
og Sólveig Bergman, lýstu því yfir að þau segðu sig úr stjórninni en þau áttu öll eitt ár eftir af kjörtímabili sínu.